Fara yfir umsagnir um siðareglur alþingismanna

Siðareglurnar verða til umræðu á fundi þingnefndarinnar á morgun.
Siðareglurnar verða til umræðu á fundi þingnefndarinnar á morgun. mbl.is/Styrmir Kári

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fundar á morgun. Stærsta mál á dagskrá fundarins er þingsályktunartillaga um siðareglur fyrir alþingismenn.

„Á fundum okkar höfum við verið að fara yfir frumvarpið og höfum tekið okkur góðan tíma í það. Við sendum málið til umsagnar og munum á fundinum á morgun fara gaumgæfilega yfir umsagnirnar áður en við sendum málið aftur inn í þingsal. Ég reikna ekki með að við afgreiðum málið frá okkur á fundinum á morgun, en við gerum það væntanlega á allra næstu vikum,“ segir Ögmundur Jónasson, formaður nefndarinnar í Morgunblaðinu í dag.

„Við munum leggja til einhverjar breytingar á þingsályktunartillögunni en að uppistöðu til stendur tillagan eins og hún kom frá forsætisnefnd,“ segir hann og áréttar að um minniháttar breytingar sé að ræða af hálfu nefndarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert