Rigning og súld sums staðar

mbl.is/Styrmir Kári

Veðurhorfur næsta sólarhringinn gera ráð fyrir austlægri átt á landinu í dag, 3-10 metrum á sekúndu. Rigningu eða súld en sums staðar slyddu um landið norðanvert. Úrkomulítið í kvöld. Gert er ráð fyrir hita á bilinu 1 til 7 stig, mildast syðst.

Á morgun er búist við austan- og suðaustanátt, 5-10 m/s, en 10-15 m/s með suðurströndinni. Rigning, en þurrt á Norður- og Austurlandi fram undir kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert