Rigning eða slydda á morgun

Samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands er útlit fyrir fremur hæga breytilega átt á landinu í kvöld og á morgun. Ennfremur verður skýjað og einhver úrkoma gerir vart við sig um allt land. Ýmist rigning eða slydda.

Eftir helgi er búist viið að norðlæg átt ráði ríkjum segir í hugleiðingum veðurfræðings. „Sem betur fer er ekki gert ráð fyrir að um köldustu sort af norðanátt sé að ræða, frekar mætti segja að sé svöl. Með fylgir úrkoma sem verður einkum bundin við norðan- og austanvert landið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert