Ríkisstjórnin samþykkir siðareglur

Ríkisstjórn Íslands.
Ríkisstjórn Íslands. mbl.is/Eggert

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun siðareglur ráðherra í samræmi við lög um Stjórnarráð Íslands.

Siðareglurnar byggjast á siðareglum sem settar voru árið 2011. Þó hafa verið gerðar á þeim ákveðnar lagfæringar í samræmi við núgildandi lög um Stjórnarráð Íslands, auk orðalagsbreytinga með hliðsjón af nýjum siðareglum þingmanna, einkum er varðar hagsmunaárekstra, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

„Ég fagna því að ríkisstjórnin hefur nú sett ráðherrum siðareglur með formlegum hætti,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra í tilkynningu.

Að sögn forsætisráðherra  þótti ekki ástæða til að endurskoða siðareglurnar frá árinu 2011 frá grunni heldur eru einungis gerðar nauðsynlegar lagfæringar í ljósi lagabreytinga og nýrra siðareglna fyrir alþingismenn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert