Dæmd fyrir ofbeldi gegn börnum sínum

Dómarahamar dómari dómur dómsmál fangelsi
Dómarahamar dómari dómur dómsmál fangelsi mbl.is

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt móður í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa beitt börn sín líkamlegu ofbeldi og fyrir að hafa sagt ungri dóttur sinni „að halda kjafti“. Var konan m.a. fundinn sek um að hafa slegið dóttur sína í líkamann og gefið syni sínum kinnhest, en hún réttlætti framkomu sína með því að benda á óviðunandi hegðun barna sinna.

Málið komst til kasta lögreglu eftir að barnaverndarnefnd barst nafnlaus tilkynning um átök milli móðurinnar og dóttur hennar. Fram kom í tilkynningunni að ástandið á heimilinu væri erfitt og að móðirin beitti líkamlegu og andlegu ofbeldi. Þá sagði einnig að mikil drykkja væri á heimilinu.

Þegar teknar voru skýrslur af börnunum sögðu þau frá atvikun þar sem móðir þeirra hafði beitt þau ýmis konar ofbeldi og kallað stúlkuna ljótum nöfnum, en héraðsdómur sýknaði konuna af þremur ákæruliðum af átta.

Ákærða var dæmd til að greiða dóttur sinni 200.000 krónur í miskabætur og syni sínum 100.000 krónur.

Dómur Héraðsdóms Suðurlands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert