Slökkvistörfum lokið í Kópavogi

Húsið er grátt leikið eftir eldinn sem kom upp í …
Húsið er grátt leikið eftir eldinn sem kom upp í nótt. mbl.is/Lára Halla

Formlegu slökkvistarfi í iðnaðarhúsnæði við Vesturvör 30B í kópavogi lauk um klukkan hálfátta í morgun. Nokkrir slökkviliðsmenn eru eftir á staðnum á brunavakt til að ganga frá og slökkva í glæðum sem enn kunna að leynast í húsinu. Altjón varð á lyftaraþjónustu í húsinu.

Slökkviliðsmönnum tókst að ráða niðurlögum eldsins um kl. 5:45 í morgun en tilkynnt hafði verið um hann laust eftir klukkan þrjú í nótt. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fór síðasti dælubíllinn af staðnum um kl. 7:30 í morgun.

Eldurinn kom upp í þeim hluta hússins þar sem lyftaraþjónustan Hraðberg er til húsa. Slökkviliðið segir að altjón hafi orðið á húsnæði hennar. Einn maður var í húsinu þegar eldurinn kom upp en honum tókst að forða sér í tæka tíð.

Fyrri frétt mbl.is: Altjón í eldsvoða í nótt

Slökkviliðið er með brunavakt við iðnaðarhúsnæðið við Vesturvör eftir brunann …
Slökkviliðið er með brunavakt við iðnaðarhúsnæðið við Vesturvör eftir brunann í nótt. mbl.is/Lára Halla
Altjón varð á húsnæði lyftaraþjónustunnar Hraðbergs í brunanum.
Altjón varð á húsnæði lyftaraþjónustunnar Hraðbergs í brunanum. mbl.is/Lára Halla
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert