Ákært fyrir meiri háttar skattabrot

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Tveir karlmenn á sjötugsaldri hafa verið ákærðir af embætti héraðssaksóknara fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum. Eru þeir ákærðir fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti fyrir félagið Kóngsklöpp og vangoldinni staðgreiðslu. Voru þeir báðir stjórnendur félagsins. Nema meint brot mannanna rúmlega 17 milljónum króna fyrir árin 2013–2014.

Mennirnir eru ákærðir fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum fyrir einkahlutafélagið frá júlí árið 2013 til október árið 2014. Námu vangoldnar virðisaukaskattgreiðslur á tímabilinu 7,4 milljónum.

Þá eru þeir ákærðir fyrir að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu á sama tímabili upp á samtals 10 milljónir króna.

Er farið fram á að þeir verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert