Úttekt á leiguíbúðum við afhendingu

Tvö húsnæðisfrumvarpa Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, fara fyrir Alþingi …
Tvö húsnæðisfrumvarpa Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, fara fyrir Alþingi í þessari viku. mbl.is/Sigurður Bogi

Leigjandi og leigusali eiga að gera úttekt á ástandi leiguíbúðar áður en afhending þess fer fram og við lok leigutíma. Þetta er meðal breytingatillagna sem velferðarnefnd skilaði af sér við frumvarp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, um húsaleigulög. 

Í breytingatillögum nefndarinnar segir að óháður úttektaraðili skuli annast úttektina óski annar aðilinn þess og skiptist kostnaðurinn við úttektina þá að jöfnu milli leigjanda og leigusala.

Frétt mbl.is: 2.300 íbúðir á næstu fjórum árum

Frumvarpið er á dagskrá þingfundar í dag. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar, á von á því að frumvarpið verði samþykkt á Alþingi í þessari viku og eins frumvarp um almennar íbúðir, sem felur í sér fjölgun leiguíbúða fyrir tekjulága um 2.300 á næstu fjórum árum en frumvarpið felur í sér aðkomu ríkis og sveitarfélaga að stofnun sjálfseignarstofnana sem reka leiguíbúðirnar.

Frétt mbl.is: Íbúðafrumvarp hækki fasteignaverð

Íbúðafrumvarpið var afgreitt úr velferðarnefnd í dag og telur Sigríður líklegt að það fari fyrir þing á morgun eða fimmtudag í síðasta lagi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert