Annar maðurinn í gæsluvarðhald

Annar mannanna hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi …
Annar mannanna hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Myndin tengist fréttinni ekki beint. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Annar erlendu ferðamannanna sem grunaðir eru um umfangsmikinn þjófnað hér á landi hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Einnig verður óskað eftir gæsluvarðhaldi yfir hinum manninum og mun niðurstaða Héraðdóms Reykjavíkur liggja fyrir síðar í dag. 

Þýfið er metið á margar milljónir króna hið minnsta og er meðal annars um að ræða skartgripi og dýran útivistarfatnað. Búið er að finna gríðarlegt magn af þýfi en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var einnig búið að senda þýfi úr landi með pósti. Verið er að reyna að afturkalla sendingarnar.

Mennirnir hafa verið yfirheyrðir í dag. Eins og stendur bendir ekkert til þess að mennirnir hafi átt sér samverkamann, einn eða fleiri.

Þeir sem hafa frek­ari upp­lýs­ing­ar um málið geta haft sam­band við lög­regl­una á höfuðborg­ar­svæðinu, en hægt er að hringja í síma 444-1000 eða senda tölvu­póst á net­fangið abend­ing@lrh.is.

Fréttir mbl.is um málið: 

Búnir að senda þýfið úr landi

Ferðamaður grunaður um stórfelldan þjófnað

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert