Sæta áfram gæsluvarðhaldi

Mennirnir munu sæta gæsluvarðhaldi fram á þriðjudag.
Mennirnir munu sæta gæsluvarðhaldi fram á þriðjudag. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Tveir erlendir karlmenn, sem grunaðir eru um umfangsmikinn þjófnað hér á landi, verða áfram í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna fram á þriðjudag í næstu viku. Mennirnir voru fyrst úrskurðaðir í gæsluvarðhald fimmtudaginn 2. júní og hafa sætt einangrun allan tímann.

Yf­ir­heyrsl­ur hafa farið fram síðustu daga. Þýfið er metið á marg­ar millj­ón­ir en meðal þess eru snyrti­vör­ur, skart­grip­ir, dýr fatnaður, raf­tæki og veiðivör­ur. Hluti þýf­is­ins hef­ur verið send­ur úr landi með pósti. Verið er að vinna í því að fá hingað til lands fimm send­ing­ar sem tald­ar eru tengj­ast mönn­un­um og inni­halda þýfi.

Ekki hafa fleiri verið hand­tekn­ir vegna máls­ins. Rann­sókn lög­reglu er nokkuð um­fangs­mik­il en meðal ann­ars þarf að kanna hvort menn­irn­ir séu þeir sem þeir segj­ast vera, þ.e. að upp­lýs­ing­ar á skil­ríkj­um sem þeir höfðu meðferðis séu rétt­ar.

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur meðal ann­ars verið í sam­starfi við In­terpol, Europol og er­lend lög­reglu­yf­ir­völd við rann­sókn máls­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert