Óska eftir lengra gæsluvarðhaldi

Mennirnir létu meðal annars greipar sópa í verslunum á Laugaveginum. …
Mennirnir létu meðal annars greipar sópa í verslunum á Laugaveginum. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Farið verður fram á framlengingu gæsluvarðhalds í dag yfir tveimur erlendum karlmönnum sem grunaðir eru um umfangsmikinn þjófnað hér á landi. Þeir hafa setið í gæsluvarðhaldi í viku en það rennur út síðdegis í dag.

Yfirheyrslur hafa farið fram síðustu daga. Þýfið er metið á margar milljónir en meðal þess eru snyrtivörur, skartgripir, dýr fatnaður, raftæki og veiðivörur. Hluti þýfisins hefur verið sendur úr landi með pósti. Verið er að vinna í því að fá hingað til lands fimm sendingar sem taldar eru tengjast mönnunum og innihalda þýfi.

Ekki hafa fleiri verið handteknir vegna málsins. Rannsókn lögreglu er nokkuð umfangsmikil en meðal annars þarf að kanna hvort mennirnir séu þeir sem þeir segjast vera, þ.e. að upplýsingar á skilríkjum sem þeir höfðu meðferðis séu réttar.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur meðal annars verið í samstarfi við Interpol, Europol og erlend lögregluyfirvöld við rannsókn málsins.

Fréttir mbl.is um málið: 

Skartgripir, dýr föt og riffilsjónauki

Annar maðurinn í gæsluvarðhald

Búnir að senda þýfi úr landi

Grunur um stórfelldan þjófnað

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert