Skýjað með köflum og súld austanlands

Gert er ráð fyrir súld austanlands.
Gert er ráð fyrir súld austanlands. mbl.is/Ómar

Norðaustanátt verður á landinu í dag og vindhraði 3–13 metrar á sekúndu. Hvassast verður við sjóinn norðvestanlands og syðst á landinu.

Búast má við dálítilli súld austanlands og gert er ráð fyrir að hitatölur þar verði á bilinu 4–10 stig.

Þá gera spár ráð fyrir að það verði skýjað með köflum og hiti annars staðar á landinu 10–18 stig að deginum. Hiti nálægt frostmarki inn til landsins norðan og austanlands í nótt. Gert er ráð fyrir að svipað veður verði á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert