Þörf er á bættu verklagi

Þörf er á samræmdu verklagi Stjórnarráðsins vegna flutnings ríkisstarfsemi milli …
Þörf er á samræmdu verklagi Stjórnarráðsins vegna flutnings ríkisstarfsemi milli landshluta. mbl.is/Ómar Óskarsson

Með mjög ólíkum hætti var staðið að ákvarðanatöku, undirbúningi og framkvæmd flutninga fimm ríkisstofnana á milli landshluta á árunum 1999-2007.

Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um flutning ríkisstarfsemi milli landshluta sem kom út í gær. Ásamt því að kanna flutning fimm stofnana milli landshluta var einnig litið til flutnings höfuðstöðva Fiskistofu sem enn stendur yfir, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Ríkisendurskoðun telur að stofnun Landbúnaðarstofnunar (síðar Matvælastofnunar) á Selfossi og Innheimtumiðstöðvar sekta og sakakostnaðar á Blönduósi séu dæmi um vel heppnaðar breytingar. Ríkisendurskoðun beinir því þó til forsætisráðuneytisins að leiða innleiðingu á samræmdu verklagi innan Stjórnarráðs Íslands vegna undirbúnings og framkvæmda ákvarðana um flutning ríkisstarfsemi milli landshluta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert