Verulega fækkað í bílalestinni

Verslunarmannahelgartraffíkin byrjuð að streyma úr bænum. Þessir bílar voru á …
Verslunarmannahelgartraffíkin byrjuð að streyma úr bænum. Þessir bílar voru á leið um Suðurlandsveg. mbl.is/ Þórður Arnar Þórðarson

Verulega hefur dregið úr umferð um Selfoss, en þegar mest var náði bílaröðin frá Kögunarhóli og inn á Selfoss. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er enn mikil umferð í gegnum bæinn. Bílaröðin byrjar þó ekki fyrr en við húsakynni Toyota á Selfossi, þannig að verulega hefur fækkað í bílalestinni.

Lögregla segir sjaldan hafa verið jafnmikla umferð í gegnum bæinn og í dag. Hún hafi þó gengið stórslysalaust fyrir sig og ökumenn verið til fyrirmyndar.

Lögregla gerir ráð fyrir að mesti umferðarkúfurinn sé nú farinn hjá, enda séu öll tjaldstæði í Árnessýslu full þar sem um 60.000 manns séu í sýslunni þessa verslunarmannahelgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert