Ráðherrar funda eftir mánaðarfrí

Ríkisstjórnin á fundi.
Ríkisstjórnin á fundi. mbl.is/Golli

Ríkisstjórn Íslands hefur verið boðuð til fundar í dag klukkan 9 fyrir hádegi. Er það fyrsti fundurinn eftir sumarhlé.

Síðasti fundur ríkisstjórnarinnar fyrir sumarhlé var haldinn 5. júlí. Aðalmál þess fundar var að fjalla um það hvernig standa bæri að heimkomu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu af EM.

Í dag er því liðinn nákvæmlega einn mánuður frá síðasta fundi ríkisstjórnarinnar og því liðu 30 dagar milli funda. Hins vegar mætti ríkisstjórnin til Bessastaða á fimmtudaginn í síðustu viku á síðasta ríkisráðsfundinn með Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrverandi forseta Íslands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert