Vilja gróðursetja 8 milljónir á ári

Gróðursetning hefur dregist saman um þrjár milljónir skógarplantna á ári.
Gróðursetning hefur dregist saman um þrjár milljónir skógarplantna á ári. mbl.is/Árni Sæberg

Aðalfundi Skógræktarfélags Íslands lauk á Djúpavogi laust fyrir hádegi. Ályktað var um eflingu skógræktar með því markmiði að á næstu fimm árum verði gróðursettar átta milljónir trjáplantna árlega.

Stjórnvöld voru hvött til að auka skógrækt á ný í landinu. Gróðursetning hafi dregist saman úr sex milljónum skógarplantna á ári frá 2007 niður í um þrjár milljónir, samkvæmt Skogur.is.

Um 120 félagar úr aðildarfélögum Skóg­ræktar­félags Íslands víðs vegar um landið tóku þátt í fundinum.

Magnús Gunnarsson verður áfram formaður félagsins. Þrír aðrir aðalmenn í stjórn eru Sigrún Stefánsdóttir, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, Aðalsteinn Sigurgeirsson, Guðbrandur Brynjólfsson, Þuríður Yngvadóttir og Páll Ingþór Kristinsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert