Stormurinn Ian gengur yfir landið

Hitabeltisstormurinn Ian er á leið yfir landið.
Hitabeltisstormurinn Ian er á leið yfir landið. Ljósmynd/Skjáskot af Weather.com

Hitabeltisstormurinn Ian gengur yfir suðaustan- og austanvert landið á morgun með tilheyrandi rigningu.

Að sögn Björns Sævars Einarssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, er stormurinn núna staddur austur af Nýfundnalandi. Fyrir nokkrum dögum var hann fyrir sunnan Bermúda.

„Hann fer mjög hratt yfir landið austanvert og það fylgir því rigning eins og með öðrum lægðum,“ segir Björn Sævar.

Ísland um hádegisbilið á morgun.
Ísland um hádegisbilið á morgun. Ljósmynd/Skjáskot af Windyty.com

Sjá veðurvef mbl.is

Ian verður í mesta lagi 15 metrar á sekúndu þegar hann gengur yfir landið en annað kvöld verður komin norðanátt.

„Hann fór í mesta lagi í 30 metra á sekúndu suðurfrá. Núna er hann á fleygiferð norðureftir og fer á 50 km á klukkustund.“

Björn segir enga hættu stafa af storminum en flóð gætu þó fylgt honum vegna mikilla rigninga.

Viðvörun á vef Veðurstofu Íslands: Spáð er talsverðri rigningu sunnanlands og á Austfjörðum á morgun, jafnvel mikilli rigningu á Suðausturlandi.

Búast má við mikilli rigningu og um 15 metrum á …
Búast má við mikilli rigningu og um 15 metrum á sekúndu á suðaustan- og austanverðu landinu á morgun. mbl.is/Rax
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert