Íslenskt hráefni alla leið

Frá uppsetningu kalda borðsins í morgun á Ólympíuleikunum í matreiðslu …
Frá uppsetningu kalda borðsins í morgun á Ólympíuleikunum í matreiðslu í Erfurt í Þýskalandi. Ljósmynd/Stefanía Ingvarsdóttir

Yfir 30 réttir eru á kalda borðinu sem íslenska kokkalandsliðið teflir nú fram á Ólympíuleikunum í matreiðslu sem nú standa yfir í Erf­urt í Þýskalandi. Þrá­inn Freyr Vig­fús­son, fag­leg­ur fram­kvæmda­stjóri liðsins sem telur 16 kokka, segir liðið bjartsýnt á gott gengi í keppninni en alls taka þátt um 40 lið. Úrslit verða kynnt innan skamms.

Frétt mbl.is: „Tökum allt nema bakarofninn með“

„Í þessu kalda borði erum við náttúrlega með íslenskt hráefni alla leið. Þetta eru yfir 30 réttir á borðinu sem eru dæmdir eftir kúnstarinnar reglum og heildarsvipur borðsins og hönnun og allt er dæmt og út úr því kemur einhver niðurstaða,“ segir Þráinn í samtali við mbl.is.

Þráinn segir liðið virkilega sátt með sitt framlag í keppninni til þessa en svo verði að koma í ljós hver úrslitin verða. „Á þriðjudaginn er svo heiti maturinn þar sem við eldum fyrir 110 manns, þriggja rétta máltíð og þá fáum við að vita á miðvikudaginn heildarniðurstöðuna úr mótinu,“ segir Þráinn. Á meðfylgjandi myndum má sjá kokkana að verki og föngulegt hlaðborð íslenskra kaldra rétta.

Frá uppsetningu kalda borðsins í morgun á Ólympíuleikunum í matreiðslu …
Frá uppsetningu kalda borðsins í morgun á Ólympíuleikunum í matreiðslu í Erfurt í Þýskalandi. Ljósmynd/Stefanía Ingvarsdóttir
Ljósmynd/Stefanía Ingvarsdóttir
Nákvæmnisvinnan er mikil.
Nákvæmnisvinnan er mikil. Ljósmynd/Stefanía Ingvarsdóttir
Ljósmynd/Stefanía Ingvarsdóttir
Ljósmynd/Stefanía Ingvarsdóttir
Ljósmynd/Stefanía Ingvarsdóttir
Ljósmynd/Stefanía Ingvarsdóttir
Ljósmynd/Stefanía Ingvarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert