Rennsli í miðlunarlón langt yfir væntingum

Búrfellsvirkjun. Vonir standa til að virkjanir fái nægt vatn í …
Búrfellsvirkjun. Vonir standa til að virkjanir fái nægt vatn í vetur. Ljósmynd/Landsvirkjun

Hinar miklu rigningar í október hafa reynst Landsvirkjun sannkölluð himnasending.

Mikið innrennsli hefur verið í öll lón Landsvirkjunar, samkvæmt upplýsingum Magnúsar Þórs Gylfasonar, yfirmanns samskiptasviðs Landsvirkjunar. Nýtt vatnsár hófst hjá fyrirtækinu 1. október og í meðalári er reiknað með að orkuverin byrji að nýta vatnið úr lónunum um það leyti. Í gær, 24. október, var niðurdráttur í miðlunum á vatnasvæðum Landsvirkjunar ekki enn hafinn; þvert á móti bættist enn í lónin.

Það sem af er október hefur orkan í innrennsli til miðlunarlóna Landsvirkjunar verið um 78% yfir væntingum miðað við sama tíma í meðalári, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert