Nálgast sex þúsund undirskriftir

Háskólakerfið er sagt undirfjármagnað í samanburði við Norðurlöndin.
Háskólakerfið er sagt undirfjármagnað í samanburði við Norðurlöndin. Ómar Óskarsson

Yfir 5.800 manns hafa skrifað undir áskorun þar sem þess er krafist að stjórnvöld setji menntamál í forgang og fylgi settri stefnu um fjármögnun háskólakerfisins. Þetta kemur fram í tilkynningu Stúdentaráðs Háskóla Íslands.

Stúdentafélög allra háskóla á Íslandi fóru á dögunum af stað með undirskriftasöfnun á www.haskolarnir.isHáskólanemar á Íslandi eru um 20.000 talsins og samsvarar fjöldi þeirra sem hafa skrifað undir því meira en fjórðung háskólanema á landinu.

Í áskoruninni kemur fram að meðalframlag íslenska ríkisins á hvern ársnema í háskóla sé tæplega 1,3 milljónir króna. Ísland sé þannig langt á eftir nágrannaþjóðum sínum þar sem framlagið nemi rúmlega 2,2 milljónum króna að meðaltali annars staðar á Norðurlöndum.

Þá kemur einning fram að fækka þurfi nemendum og draga úr fjölbreytileika í námsframboði sé ekki lagt meira fé til rekstur háskólakerfsisins. Undirfjármögnun háskólanna bitni meðal annars á kennslu og aðstöðu í háskólunum og ekki síður framþróun í samfélaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert