Brú yfir Breiðholtsbraut

Nýja göngubrúin. Hér er horft til suðurs, upp Breiðholtsbrautina.
Nýja göngubrúin. Hér er horft til suðurs, upp Breiðholtsbrautina. Mynd/Landmótun sf

Á fundum umhverfis- og skipulagsráðs og borgarráðs Reykjavíkur nýlega var samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi opins svæðis milli Seljahverfis og Efra-Breiðholts.

Þar er lagt til að gerð verði göngubrú yfir Breiðholtsbraut ásamt viðeigandi göngu- og hjólatengingum um skipulagssvæðið. Göngubrúnni er ætlað að bæta til muna tengingu og umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda á leið milli hverfanna.

Deiliskipulagstillagan, sem unnin er af Landmótun sf., tekur til svæðis milli Efra-Breiðholts og Seljahverfis, vestan við bensínstöð við Suðurfell 4. Tekur deiliskipulagið til göngubrúar yfir Breiðholtsbraut og göngu- og hjólatengingar í nágrenninu. Áætlað er að brúin verði 78 metra löng og hæð undir brúna frá götu verði a.m.k. 5,2 metrar.

Tæpur kílómetri er milli undirganga undir Breiðholtsbraut og er göngubrúnni ætlað að bæta til muna tengingu og umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda á milli hverfanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert