Brúa bilið milli ferðafólks og heimamanna

Framkvæmdir við miðstöð ævintýraferðamennsku og hostel á Hvolsvelli ganga hratt …
Framkvæmdir við miðstöð ævintýraferðamennsku og hostel á Hvolsvelli ganga hratt og vel fyrir sig. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við leggjum áherslu á að fólk hér á svæðinu geti komið og kynnst erlendum ferðamönnum. Umræðan sem er áberandi um að ferðafólkið sé að taka yfir landið byggist á vanþekkingu. Við viljum brúa bilið á milli þannig að heimafólk sé glatt með ferðamanninn.“

Þetta segir Arnar Gauti Markússon, einn eigenda Midgard Adventure á Hvolsvelli. Fyrirtækið er að byggja upp höfuðstöðvar ferðaþjónustunnar, gistiaðstöðu, veitingastað og bar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Midgard breytir gömlu iðnaðarhúsnæði og byggir við það til þess að það geti þjónað ferðaþjónustunni. Húsið var byggt fyrir 40-50 árum sem steypustöð. Það er kennt við verktakafyrirtækið Suðurverk, sem lengi átti það. Húsið var í niðurníðslu þegar eigendur Midgard Adventures keyptu það af N1, án þess að hafa ákveðin not fyrir það. Það hefur því mest verið notað sem geymsla og verkstæði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert