Milljarðatuga skemmdir

Raki kemst inn í einangrun útveggs og veldur myglu.
Raki kemst inn í einangrun útveggs og veldur myglu.

Viðgerðarkostnaður síðustu tveggja ára vegna myglu í veggjum hleypur á tugum milljarða. Þetta segir Ríkharður Kristjánsson, byggingarfræðingur hjá verkfræðistofunni Eflu.

Sérfræðingar í byggingariðnaði telja að aðferð Íslendinga við einangrun útveggja auðveldi myglu að myndast. Raki myndist þannig innan á veggnum en ekki að utan. „Það sem við köllum hinn íslenska útvegg er steyptur veggur sem er einangraður að innan. Mygluvandamálið er ekki séríslenskt fyrirbæri en hinn íslenski útveggur er það,“ segir Ríkharður í umfjöllun um mygluvandann í Morgunblaðinu í dag.

Karl Björnsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, segir að einangrun veggja að innan þekkist varla utan landsteinana. „Erlendis er þetta nánast ekki þekkt; þar einangra menn nánast alltaf hús að utan.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert