Styrkur brennisteinsvetnis eykst

Orka náttúrunnar hreinsar nú tvo þriðju af brennisteinsvetninu sem berst …
Orka náttúrunnar hreinsar nú tvo þriðju af brennisteinsvetninu sem berst með gufunni sem Hellisheiðarvirkjun nýtir. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Veðuraðstæður eru þannig að líkur eru á auknum styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti næstu daga. Brennisteinsvetni getur haft áhrif á öndunarfæri þeirra sem viðkvæmastir eru.“

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orku náttúrunnar sem nú hreinsar tvo þriðju af brennisteinsvetninu sem berst með gufunni sem Hellisheiðavirkjun nýtir.

„Við sérstök veðurskilyrði, eins og nú, myndast svokölluð veðrahvörf sem gufan og brennisteinsvetnið, sem eftir er í henni, fer ekki upp úr og dreifist því minna en ella og berst undan austanáttinni til borgarinnar.“

Líkur á að styrkur fari yfir mörk eru þó minni en áður en hreinsun hófst í júní 2014, þegar lofthreinsistöð var tekin í gagnið við Hellisheiðavirkjun. Lofthreinsistöðin var rekin í tilraunaskyni fyrsta árið en þá var ákveðið að tvöfalda afköst hennar og lauk því verkefni sumarið 2016.

„[Lofthreinsistöðin] hreinsar nú brennisteinsvetni frá fjórum af sex háþrýstihverflum virkjunarinnar, blandar því í jarðhitavatn frá virkjuninni sem síðan er dælt niður á um 800 metra dýpi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert