Stal bíl til að fara á barinn

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Maður sem stal bifreið í Kópavogi upp úr klukkan 23 í gærkvöldi var fljótlega handtekinn á skemmtistað í Hafnarfirði en bifreiðinni hafði verið lagt þar fyrir utan. Maðurinn var bæði undir áhrifum fíkniefna og áfengis auk þess að vera sviptur ökuréttindum. Bifreiðin er óskemmd eftir ferðalagið á milli sveitarfélaganna.

Um svipað leyti var  tilkynnt um innbrot í bifreið í Austurbæ Reykjavíkur og einhver verðmæti tekin úr henni. Í morgun var tilkynnt um innbrot í bifreið í Grafarvogi en ekki kemur fram í dagbók lögreglunnar hvort einhverju var stolið. 

Á níunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um innbrot í hús í Garðabæ sem er í byggingu og þaðan stolið verkfærum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert