Varað við vindhviðum

Veðurfræðingur Veðurstofu Íslands varar við því að búast megi við snörpum vindhviðum fram að hádegi undir Mýrdalsjökli og sunnan- og austan við Vatnajökul.

Veðurspá fyrir næsta sólarhring:

Vestan og norðvestan 8-15 m/s, en 15-23 suðaustan til fram undir hádegi. Slydda eða snjókoma með köflum. Snýst í suðvestan 8-15 seint í dag með éljagangi, en léttir til á Norðaustur- og Austurlandi.

Hægari suðvestanátt á morgun með dálitlum éljum sunnan og vestanlands.
Kólnar smám saman í veðri, hiti kringum frostmark í kvöld og á morgun.

Á miðvikudag:

Suðvestan 5-10 m/s og dálítil él, en þurrt og bjart á Norður- og Austurlandi. Hiti kringum frostmark. Hægari vindur um kvöldið og fer að snjóa suðaustan til á landinu.

Á fimmtudag:
Gengur í norðan 5-13 með snjókomu norðan- og austanlands, hvassast á annesjum. Þurrt að kalla á sunnanverðu landinu og mun hægari vindur fram undir kvöld. Kólnandi veður.

Á föstudag:
Minnkandi norðanátt. Svolítil él við norður- og austurströndina, en víða léttskýjað annars staðar. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan. Vaxandi austanátt um kvöldið og fer að snjóa sunnanlands.

Á laugardag:
Breytileg átt og slydda eða snjókoma í flestum landshlutum. Hiti kringum frostmark.

Á sunnudag:
Útlit fyrir stífa norðanátt með snjókomu, en þurrt á sunnanverðu landinu. Frost um allt land.

Á mánudag:
Líklega minnkandi norðanátt með lítils háttar éljum fyrir norðan. Kalt í veðri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert