Tæknin takmarkar notkun jarðstrengja

Landsnet telur tæknilega unnt að leggja að hámarki 37 km …
Landsnet telur tæknilega unnt að leggja að hámarki 37 km í jarðstreng af alls 310 km við fyrirhugaða endurnýjun byggðalínunnar frá Blöndu og í Fljótsdal mbl.is/ÞÖK

Aðeins er unnt að hafa 10 kílómetra af Blöndulínu 3 í jarðstreng, 12 km í Hólasandslínu 3 og 15 km í Kröfulínu 3. Kemur þetta fram í skýrslu um nýja rannsókn sem Landsnet hefur látið gera á hámarkslengdum á jarðstrengjaköflum í meginflutningskerfinu.

Ástæðan fyrir því að ekki er hægt að hafa kaflana lengri er aðeins tæknilegs eðlis og ræðst af því hvað flutningskerfið á Norðurlandi er veikt, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Í kerfisáætlun Landsnets er miðað við tvær meginleiðir við uppbyggingu meginflutningskerfisins, byggðaleið eða hálendisleið. Báðar miðast við að uppbygging verði að mestu með loftlínum. Kröfur hafa komið fram um að leggja línurnar að stórum hluta í jörðu, ekki síst Blöndulínu í gegnum Skagafjörð og Eyjafjörð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert