Krapi er á Hrafnseyrarheiði

Vestfjarðavegur við Sauðafell í Dölum.
Vestfjarðavegur við Sauðafell í Dölum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Greiðfært er á Suður- og Vesturlandi samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Einnig er víða greiðfært á Vestfjörðum. Krapi er þó á Hrafnseyrarheiði en þæfingsfærð og skafrenningur á Dynjandisheiði. Þoka er á fjallvegum á sunnanverðum fjörðunum. 

Vegir á Norðurlandi eru víðast auðir en þó eru hálkublettir á Dettifossvegi. Greiðfært er á Austur- og Suðausturlandi. Jeppafært er um Mjóafjarðarheiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert