Hjólakraftur á harðaspretti

Það er nóg fram undan hjá Hjólakrafti í sumar. Hér …
Það er nóg fram undan hjá Hjólakrafti í sumar. Hér er hitað upp fyrir Morgunblaðshringinn á morgun. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Við settum upp sérstaka æfingu í boði Íslandsmeistarans í fjallahjólreiðum. Morgunblaðshringurinn er á morgun og Íslandsmeistarinn er að sýna okkur alls konar trix í brautinni,“ segir Þorvaldur Daníelsson, framkvæmdastjóri Hjólakrafts.

Þorvaldur var staddur inni í Paradísardal, skammt frá húsakynnum Morgunblaðsins, ásamt yfir tuttugu hjólreiðaköppum þegar mbl.is náði af honum tali, en hluti hópsins mun taka þátt í Morgunblaðshringnum á morgun, á fyrsta bikarmóti sumarsins í fjallahjólreiðum. Meðfylgjandi myndum var smellt af hópnum í kvöld þegar tekinn var æfingarhringur fyrir morgundaginn.

Sam­tök­in Hjólakraft­ur voru stofnuð af Þor­valdi til að hjálpa börn­um og ung­ling­um sem höfðu á einn eða ann­an hátt átt í baráttu við lífstíls­sjúk­dóma og ekki fundið sig í hópíþrótt­um. „Hjólakraftur er í rauninni bara lífstílsklúbbur fyrir krakka sem vilja hafa gaman af því að fara og gera eitthvað skemmtilegt, hjóla og upplifa,“ segir Þorvaldur.

Hjólakraftur.
Hjólakraftur. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Fyrir utan Morgunblaðshringinn á morgun er nóg fram undan hjá Hjólakrafti en hópurinn mun taka þátt í mörgum mótum í sumar. „Það er Reykjanesmótið í Sandgerði 7. maí og væntanlega eru einhverjir að fara á Þingvelli 27. maí. Það er Bláa lónið 3. júní, það er RB Classic á Nesjavöllum 10. júní, það er Wow Cyclothon 20. júní, það er Gullhringurinn í júlí og svo fara einhverjir í Vesturgötuna á Þingeyri,“ nefnir Þorvaldur sem dæmi. Þá verður hjólreiðahelgi á Akureyri og Ormurinn á Egilsstöðum auk fjölda annarra minni móta sem Hjólakraftur hyggst taka þátt í.

Þorvaldur segir hópinn vera „brjálæðislega vel“ stemmdan fyrir morgundeginum, veðurspáin lofi góðu og sumar sé alveg að bresta á þótt það sé ekki alveg skollið á enn þá. „ Sumarið er bara innra með okkur, er það ekki þannig?“ segir Þorvaldur að lokum.

Hjólakraftur tekur sprett.
Hjólakraftur tekur sprett. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
Hjólakraftur.
Hjólakraftur. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
Hjólakraftur.
Hjólakraftur. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert