Ógnandi og með ónæði

Lögreglustöðin á Hverfisgötu.
Lögreglustöðin á Hverfisgötu. mbl.is/Golli

Lögreglan handtók mann á heimili í Grafarvogi í gærkvöldi en hann er grunaður um hótanir og eignaspjöll. Annar maður var handtekinn við Álagranda í nótt þar sem hann var með ónæði. Báðir gista þeir fangageymslur lögreglunnar.

Sjúkraflutningamenn komu konu til aðstoðar í Lækjargötu um fjögurleytið í nótt. Konan hafði dottið illa og meiðst á ökkla. Kipptu þeir ökklanum í lið og fluttu hana síðan á Landspítalann til frekari aðhlynningar.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir í gærkvöldi, annar við Jónsgeisla og hinn á Hálsabraut, en þeir eru báðir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sá sem var stöðvaður við Jónsgeisla um kvöldmatarleytið reyndist einnig vera með fíkniefni í fórum sínum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert