Guðni og Eliza í Bláskógabyggð

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans fengu góðar móttökur í opinberri heimsókn sinni í Bláskógabyggð í dag. Veðrið var líka með besta móti og það var sól á himni og í sinni þegar sveitarstjórn tók á móti hinum góðu gestum í morgun.

Það var á landamærum Mosfellsbæjar og Bláskógabyggðar, skammt frá Þingvöllum sem var fyrsti viðkomustaðurinn í heimsókn dagsins.

Ferðamenn frá Austurlöndum fjær lyftu brúnum þegar þeir sáu forseti Íslands með föruneyti sínu á Hakinu við Þingvelli. Fyrir þeim eru forsetar og þjóðhöfðingjar framandi fólk, en á Íslandi er forystufólkið jafnan í hópnum miðjum. Sem betur fer.

Að Laugarvatni var forsetahjónunum boðið upp á rúgbrauð bakað í …
Að Laugarvatni var forsetahjónunum boðið upp á rúgbrauð bakað í hver á svæðinu. Laugarvatnssilungur var álegg. Sigurður Bogi Sævarsson

Gengið niður Almannagjá

Vilhjálmur Árnason alþingismaður og formaður Þingvallanefndar og Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður sögðu forsetanum frá áherslum og verkefnum á Þingvöllum um þessar mundir, svo sem stækkun Gestastofu. Gengið var niður Almannagjá og um þinghelgina þar sem staðnæmst var á áhugaverðum stöðum.

Frá Þingvöllum lá leiðin svo um Lyngdalsheiði að Laugarvatni, en á leiðinni þangað var stoppað við Laugarvatnshelli, sem var bústaður fólks fyrir um öld síðan. Eins og sagði frá í Morgunblaðinu á dögunum hefur hellirinn nú verið útbúinn sem viðkomustaður ferðamanna og var forsetahjónunum kynnt það nýmæli.

Forsetinn skoðar nautpening í Fjósinu á Hjálmsstöðum.
Forsetinn skoðar nautpening í Fjósinu á Hjálmsstöðum.

Fontana og heimsókn í fjós

Að Laugarvatni var fyrst stoppað í gamla Héraðsskólanum, sem nú er gistiheimili. Húsið á sér merka sögu og kynnti Halldór Páll Halldórsson skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni hana fyrir forsetahjónunum. Þá var komið við í baðstaðnum Fontana, sem er mikið aðdráttarafl í ferðaþjónustu. Þar skora sérstaklega hátt rúgbrauð sem bökuð eru í hver í flæðarmáli Laugarvatnsins.

„Ferðaþjónustan er í bullandi gangi, en það er líka gaman að kynnast landbúnaðinum. Það er mikill kraftur í bænum sem eru að gera áhugaverða hluti með byggingu tæknivæddra búa,“ sagði Guðni Th. Jóhannsson. Þau Guðni og Eliza  komu við í heimsókn á bænum Hjálmsstöðum, hvar þau Daníel Pálsson og Ragnhildur Sævarsdóttir reka stórt bú í nýlegu fjósi. Sýndi forseti búskapnum mikinn áhuga – og líkaði  forsetahjónum vel að fá að drekka mjólk beint út tanki.

Helgi Kjartansson oddviti tók á móti forsetahjónunum þegar þau komu …
Helgi Kjartansson oddviti tók á móti forsetahjónunum þegar þau komu inn fyrir landamæri Bláskógabyggðar.

Heilsueflandi samfélag

Eftir heimsókn að Hjálmsstöðum var haldið að Laugarási í Biskupstungum í athafnar í heilsugæslustöðinni þar. Undirritaður var samningur um að Bláskógabyggð skuli vera heilsueflandi samfélag, og byggist það á ýmiskonar forvörnum og hreyfingu. Bjóðast Bláskógabúum þá ýmsir möguleikar til slíks, í krafti samning sveitarfélagsins við Embætti Landlæknis.

Úr Laugarási var haldið í Reykholt og þar heimsótt garðyrkjustöð og eftir það var móttaka í  félagsheimilinu Aratungu, þar sem fólk gat hitt forsetahjónin, rabbað við þau um daginn og vefinn og auðvitað tekið selfí!

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert