Keyrði höfuð og axlir í lögreglumann

Húsnæði embættis Héraðssaksóknara.
Húsnæði embættis Héraðssaksóknara. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir að hafa í júní árið 2015 veist að lögreglumanni við skyldustörf. Í ákærunni kemur fram að maðurinn hafi „keyrt höfuð og axlir í maga eða brjóstkassa“ lögreglumannsins, en við það hrasaði lögreglumaðurinn aftur á bak og lenti á bakinu á bifreið sem þar stóð.

Hinn ákærði hélt svo áfram og sló lögreglumanninn ítrekað með krepptum hnefa í búkinn í framhaldinu.

Er málið talið varða 1. málsgrein 106. greinar almennra hegningarlaga, en hún fjallar um ofbeldi gegn opinberum starfsmönnum.

„Hver, sem ræðst með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi á opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu eða út af því, og eins hver sá, sem á sama hátt leitast við að hindra framkvæmd slíks starfa eða neyða starfsmanninn til þess að framkvæma einhverja athöfn í embætti sínu eða sýslan, skal sæta …fangelsi allt að 6 árum. [Ef brot samkvæmt þessari málsgrein beinist að opinberum starfsmanni, sem að lögum hefur heimild til líkamlegrar valdbeitingar, má beita fangelsi allt að 8 árum.] [Beita má sektum, ef brot er smáfellt.]“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert