Dópaður og vopnaður

mbl.is/Hjörtur

Lögreglan stöðvaði för bifreiðar á Miklubraut rétt fyrir tvö í nótt. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og brot á vopnalögum.

För bifreiðar var síðan stöðvuð af lögreglu í vesturbænum á fjórða tímanum í nótt en ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum lyfja. Bifreiðin var töluvert tjónuð og er ökumaðurinn einnig grunaður um umferðaróhapp þar sem hann ók meðal annars á skilti á hringtorgi við Bauhaus. 

Læknir kom á lögreglustöð og mat hæfni ökumanns til að stjórna ökutæki og var ökumaðurinn síðan vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls. Flytja þurfti bifreiðina á brott með dráttarbíl frá Króki.

Einn ökumaður var stöðvaður á Strandgötu í Hafnarfirði í gærkvöldi en hann er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert