Illa merkt stæði við Vesturbæjarlaugina

Bílastæði hreyfihamlaðra við Vesturbæjarlaug sjást illa vegna lélegs viðhalds.
Bílastæði hreyfihamlaðra við Vesturbæjarlaug sjást illa vegna lélegs viðhalds. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bílastæði fatlaðra við Vesturbæjarlaug í Reykjavík sjást illa sökum lélegs viðhalds og nýtast stæðin því ekki sem skyldi. Nokkuð er um að bílar leggi þar án tilskilins leyfis.

Ársæll Jóhannsson, verkefnastjóri á skrifstofu framkvæmda og viðhalds hjá Reykjavíkurborg, segir bílastæðin við Vesturbæjarlaugina vera innan lóðar laugarinnar og merkingar á ábyrgð eigenda hennar.

„Lóðareigandi vill færa tvö stæði fatlaðra sem næst sundlauginni og við sjáum um að koma verkinu í framkvæmd. Verið er að klára samantekt á kostnaði og eftir það fer merkingin á lista verktakans,“ segir Ársæll og bendir á að bílastæði fatlaðra við Vesturbæjarlaug séu blámáluð. Hann segir Reykjavíkurborg almennt ekki merkja bílastæði fatlaðra með málningu heldur nota eingöngu hjólastólamerki. Þá segir Ársæll að merkingar á nýmalbikuðum götum njóti forgangs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert