Sparnaðarráðin áberandi

Dýrtíðin á Íslandi er orðin áberandi í umfjöllunum ferðabloggara sem …
Dýrtíðin á Íslandi er orðin áberandi í umfjöllunum ferðabloggara sem hingað koma. Margir þeirra mæla með ódýrum frosnum mat úr lágvöruverðsverslunum í stað veitingastaða og tjaldi í stað hótelherbergja. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þolinmæði er lykillinn þegar kemur að því að fá far með ókunnugum, en að vera vinalegur og snyrtilegur getur vissulega stytt biðina,“ sagði vinsæll ferðabloggari í umfjöllun sinni um Ísland.

Er hann einn þeirra fjölmörgu sem farnir eru að mæla með því að ferðast um landið á puttanum í stað þess að leigja sér bílaleigubíl.

Í erlendum ferðaumfjöllunum um Ísland má víða finna ráðleggingar um hvernig best sé að eyða sem minnstum pening hér á landi. Talar einn t.a.m. fyrir því að fólk taki með sér tóman brúsa til landsins og fylli hann af kranavatni í stað þess að kaupa sér drykki hér. Aðrir mæla með því að allt áfengi sé keypt í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli og enn aðrir mæla með ódýrum mat á borð við bensínstöðvarpylsur í stað þess að borða á veitingastað, að því er fram kemur í umfjöllun um þróun þessa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert