Bjarni fundar með Guðna á morgun

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar á Bessastöðum í upphafi árs.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar á Bessastöðum í upphafi árs. mbl.is/Eggert

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mun eiga fund með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í ljósi þess að stjórn Bjartrar framtíðar og þingflokkur Viðreisnar, samstarfsflokka Sjálfstæðis­flokks­ins í ríkisstjórn, hafa lýst yfir að þessir tveir flokkar styðji ekki lengur það stjórnar­samstarf.

Fundurinn verður á Bessastöðum kl. 11:00 á morgun. Bjarni greindi frá því á blaðamannafundi í Valhöll að hann ætli að boða til kosninga.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert