Næturfundur að hefjast á Alþingi

Kolbeinn Óttarsson Proppé og Bjarni Benediktsson á Alþingi fyrr í …
Kolbeinn Óttarsson Proppé og Bjarni Benediktsson á Alþingi fyrr í dag. mbl.is/Eggert

Þingfundi, sem hófst klukkan 13.30 í dag, var frestað rétt fyrir klukkan 19.00 í kvöld en þá var stefnt að því að honum yrði haldið áfram tveimur klukkustundum síðar. Síðan hefur honum ítrekað verið frestað en stefnt er að því að fundurinn hefjist aftur á slaginu 23.00.

Stefnan er sett á að ljúka þingfundum í dag, eða í það minnsta áður en þingmenn leggjast til svefns. 

Þingheimur á eftir að ræða breyt­ing­ar á lög­um um út­lend­inga varðandi stöðu barna í röðum hæl­is­leit­enda og af­nám upp­reist­ar æru í lög­um en líklegt þykir að þingfundur gæti staðið langt fram á nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert