Besti tími Íslendings í þríþraut

Geir Ómarsson á ferðinni.
Geir Ómarsson á ferðinni. Ljósmynd/marathon-photos.com

Þríþrautakappinn Geir Ómarsson náði besta tíma Íslendings í þríþraut þegar hann keppti í Járnkarlinum í Barcelona í dag. Geir lauk keppni á 8 klukkustundum, 39 mínútum og 34 sekúndum. 

Hann bætti tíma Rúnars Arnar Ágústssonar um fjórar mínútur.

Geirer 42 ára en hann hóf að æfa þríþraut árið 2010. Í járn­manni synda kepp­end­ur fyrst 3,8 kíló­metra, hjóla síðan 180 kíló­metra og hlaupa loks heilt maraþon­hlaup, 42,2 kíló­metra.

Geir var 58 mín 31 sek að synda, 4 klst, 38 mín og 42 sekúndur að hjóla og 2 klst og 57 mín og 11 sek að hlaupa.

Hann varð í 1. sæti í sín­um ald­urs­flokki, 40-44 ára, og í 16. sæti af 2.750 kepp­end­um og öðlaðist þar með keppnisrétt á heimsmeistaramótinu í járnmanni á Hawaii að ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert