Með ólæti á hóteli

mbl.is/Hjörtur

Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á hóteli í miðbæ Reykjavíkur um tvöleytið í nótt. Þar hafði gestur verið með ólæti og skemmt húsmuni inni á herbergi sem hann hafði á leigu.

Þegar komið var á vettvang kom í ljós að til einhverra átaka hafði komið á milli pars og var gesturinn handtekinn og vistaður í fangaklefa.

Laust eftir klukkan hálfþrjú í nótt var óskað eftir aðstoð lögreglunnar á skemmtistað í austurborginni vegna manns sem var til vandræða.

Þegar að var komið var reynt að koma manninum, sem var ofurölvi, til síns heima en hann neitaði að gefa upp hver hann væri og var hann ekki með skilríki meðferðis.

Lögreglumenn ákváðu að handtaka manninn sökum ástands og var hann vistaður í fangaklefa.

Lögreglan hafði afskipti af sex ökumönnum í nótt sem eru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis, því er kemur fram í dagbók lögreglunnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert