Ekki hægt að kaupa barn úti í Bónus

Meðganga getur verið misjöfn, sæla hjá sumum, erfið hjá öðrum.
Meðganga getur verið misjöfn, sæla hjá sumum, erfið hjá öðrum.

Að búa til barn, ganga með það, fæða það og vera nýbakaðir foreldrar er fagurt og yndislegt. En það getur líka verið erfitt og oft koma upp vandræðaleg vandamál sem fólk þorir ekki að tala um. Í nýrri bók, Kviknar, segir fólk reynslusögur af öllum þessum þáttum og áhrifamiklar ljósmyndir bæta heilmiklu við.

„Ég held það sé gott að rúm tólf ár eru síðan hugmyndin að þessari bók kviknaði, því ég sjálf og við allar sem komum að þessu verkefni erum reynslunni ríkari. Bókin hefði ekki orðið eins þétt og vegleg eins og hún er, ef hún hefði ekki fengið alla þessa vinnslu. Við erum búnar að lesa oft í gegnum hana og taka út og bæta í, við horfum gagnrýnum augum í hvert einasta skipti sem við lesum yfir.
Reynslusögunum hefur líka fjölgað á þessum tíma, ég hitt kannski einhvern á förnum vegi sem hefur haft áhugaverða sögu að segja sem einmitt vantaði í bókina. Við vildum hafa sögurnar sem fjölbreyttastar, af því engir tveir upplifir það á sama hátt að ganga í gegnum þetta,“ segir Andrea Eyland Sóleyjar- og Björgvinsdóttir, sem á þar við reynslu fólks af getnaði, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu.
Sjá samtal við Andreu Eyland um bókin í heild í Morgunblaðinu í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert