Stóri flekinn við Búðará silast áfram

Stór fleki í jaðri skriðusársins við Búðará er enn á …
Stór fleki í jaðri skriðusársins við Búðará er enn á hreyfingu, samkvæmt upplýsingum Estherar Hlíðar Jenssen, ofanflóðasérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Ljósmynd/Björgunarsveitin Ísólfur

Stóri flekinn í jaðri skriðusárs­ins við Búðará er enn á hreyfingu en hreyfist þó hægt. Þetta segir Esther Hlíðar Jenssen, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við mbl.is.

„Þetta er ennþá þessi hægfara hreyfing. Þetta eru einhverjir millimetrar þannig við sjáum ennþá hreyfingu.“

Á meðan það rignir ekki á svæðinu er ekkert sem bendir til þess að hraða sé á hreyfingu flekans, segir Esther innt eftir því.

„Við vitum hins vegar ekki hvenær hann fer yfir einhver brotmörk og þess vegna er rýming í gildi á svæðinu. Flekinn verður hægfara á meðan það helst þurrt, allavega í bili. “

Rólegt veður er í kortunum á Austurlandi í dag.
Rólegt veður er í kortunum á Austurlandi í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Rólegt veður er í kortunum á Austurlandi að Glettingi í dag. Austlæg átt 3-8 m/sek, skýjað að mestu og stöku skýrir eða slydduél, einkum við ströndina. Hiti í kringum frostmark. Á morgun er spáð Austanátt 10-15 m/s, rigningu víða og hita 2-7 stig, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Enn sem komið er hafa engar skriður fallið á Seyðisfirði og engin fleiri hús verið rýmd frá því hættustigi almannavarna var lýst yfir á svæðinu á mánudaginn síðastliðinn, að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, yfirlögregluþjóns á Austurlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert