Nær allar íbúðirnar eru seldar

Hér má sjá drög að hvefinu þegar fyrstu áfangar eru …
Hér má sjá drög að hvefinu þegar fyrstu áfangar eru fullbyggðir. Teikning/ONNO

Sverrir Pálmason, lögmaður og fasteignasali, segir nýjar íbúðir í Grænubyggð nær uppseldar. Þannig sé aðeins ein tilbúin íbúð óseld í hverfinu og þegar búið að selja helming íbúða sem koma til afhendingar í maí.

Grænabyggð er nýjasta hverfið í Vogum á Vatnsleysuströnd.

Þegar Morgunblaðið ræddi við Sverri í lok janúar sagði hann að fyrirspurnum um lóðir í Grænubyggð hefði þá fjölgað upp á síðkastið.

Þá voru lóðir undir 150 íbúðir óseldar eða um þriðjungur af heildarfjölda íbúða í fyrri áfanga Grænubyggðar.

Síðan eru liðnir tveir mánuðir og segir Sverrir að verktakar hafi nú keypt eða séu langt komnir með viðræður um kaup á nær öllum óseldum lóðum í hverfinu.

Um 100 íbúðir seldar

Jafnframt sé búið að selja nær allar nýjar íbúðir í hverfinu.

„Nú er staðan sú að enginn verktaki á íbúð á lager. Það sama hefur gerst og í öðrum hverfum að allar íbúðir eru að seljast upp. Við höfum orðið vör við áhuga Grindvíkinga og svo er Bríet að fjárfesta í leiguíbúðum,“ segir Sverrir.

Alls hafi selst um 100 íbúðir í hverfinu og hafi leigufélagið Bríet keypt um 40 þeirra. Þá sé verið að byggja ríflega 70 íbúðir til viðbótar en þær framkvæmdir séu misjafnlega langt komnar. Bríet er sjálfstætt starfandi leigufélag í eigu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Meira í Morgunblaðinu í dag, fimmtudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert