Skilaði inn 200 auka undirskriftum

Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi.
Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

„Það er búið að skila inn, í morgun, einhverjum tæpum 200 nöfnum til viðbótar í Reykjavík, þar sem að þetta kom upp,“ segir Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi, aðspurður hvort hann sé búinn að skila inn nýjum undirskriftum í stað þeirra sem yfirkjörstjórnirnar í Reykjavík gerðu athugasemdir við.

Ástþór segist hafa fengið litlar upplýsingar um hinar gölluðu undirskriftir og að hann viti ekki hvort þær hafi í raun verið falsaðar. „Ekki er ég að skila inn einhverjum fölskum undirskriftum og ég á alveg eftir að sjá að þetta sé svona eins og sagt er,“ og bætir við: „Ég hef engar sannanir og ég get ekki borið það upp á einhvern mann að hann hafi falsað undirskriftirnar.“

Aðspurður hvort hann sjá fram á að geta skilað inn öllum nauðsynlegum gögnum til innanríkisráðuneytisins áður en frestur til þess rennur út á miðnætti í kvöld segir Ástþór: „Ég næ að skila inn því sem að sem að ég hef verið beðinn um að skila inn, þ.e. tilteknum fjölda í öllum kjördæmum, vottorðum allra kjörstjórna og ef að það er einhver sama rithönd í Reykjavík þá er allavega komið miklu meira af nöfnum en þarf til þess að bjarga því.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert