Innsetning látlausari að ósk Guðna

Þingsalurinn er tilbúinn fyrir innsetningu nýs forseta.
Þingsalurinn er tilbúinn fyrir innsetningu nýs forseta. mbl.is/Árni Sæberg

Guðni Th. Jóhannesson verður settur í embætti forseta Íslands næstkomandi mánudag, 1. ágúst, á frídegi verslunarmanna. Athöfnin fer fram í Alþingishúsinu og verður með hefðbundnum hætti.

Að þessu sinni verða þó gerðar minni kröfur um klæðaburð og orður og er það gert að ósk forsetaefnisins. Allt frá árinu 1945 hefur verið óskað eftir því að karlar klæðist kjólfötum og konur síðkjólum.

Ekki er lengur gerð krafa um að almennir boðsgestir séu í kjólfötum og síðkjólum og ekki er gerð krafa um að almennir boðsgestir beri heiðursmerki og orður, að því er fram kemur í umfjöllun um innsetningarathöfnina í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert