„Mér líður vel“

Guðlaugur Þór Þórðarsson á kosningavöku Sjálfstæðisflokksins.
Guðlaugur Þór Þórðarsson á kosningavöku Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Árni Sæberg

Guðlaugur Þór Þórðarson, alþing­ismaður og odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður, segist vera hóflega bjartsýnn fyrir niðurstöðu kosninganna, en hann er nú stadd­ur er á kosn­inga­vöku Sjálf­stæðis­flokks­ins á Grand hótel.

„Mér líður vel,“ segir Guðlaugur. „Þetta er búin að vera gríðarlega mikil barátta. Það sem stendur upp úr hjá okkur er þessi mikli kraftur í grasrótinni í Reykjavík, sem náði hámarki í dag,“ bætir hann við. „Kosningakaffið í dag var þannig að það hefur ekki sést meira ef það er eitthvert merki.“

Guðlaugur segir baráttuna hafa verið ánægjulega, en þó hafi á ýmsu gengið. „Það verður fróðlegt að sjá niðurstöðurnar. Það er nýtt fyrir okkur Sjálfstæðismenn að vera með fyrrverandi formann og varaformann flokksins í framboði sem er að mestu leyti beint gegn Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík,“ segir hann. „Þannig það er auðvitað nýtt svona ofan á það að takast á við þessa hefðbundnu flokka.“

Loks segist hann hóflega bjartsýnn. „En þetta kemur allt saman í ljós.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert