Svona veistu hvort kjötið sé í lagi

mbl.is/Colourbox

Til er sú þumarputtaregla til að kanna hvort kjöt sé í lagi. Það kallast fingrafaraprófið og fer þannig fram að þú þrýstir fingrinum í kjötið og ef kjötið fer aftur í samt lag um leið og þú sleppir er kjötið í lagi en ef fingrafarið verður eftir á kjötinu má það fara beint í ruslið.

Að þessu sögðu ábyrgjumst við ekki áreiðanleika þessa prófs og viljum minna neytendur á að skoða dagsetningar á umbúðum og svo nota hitt trixið sem er mögulega það besta og það er að nota lyktarskynið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert