Vissir þú þetta um timian?

Timian er mjög algengt krydd i allri evrópskri matargerð og …
Timian er mjög algengt krydd i allri evrópskri matargerð og gefur góða og ferska bragðupplifun. Unsplash/Ian Yates

Timian er mjög algengt krydd i allri evrópskri matargerð en það er upprunnið í Suður- Evrópu. Á árum áður var timian mikið notað í te, þá var það gjarnan kallað blóðbergste en nú er mikið um að það sé notað í matargerð, í grænmetisrétti, súpur, pottrétti og í kryddsmjör svo fátt sé nefnt.

Timian þykir afar gott til að bragðbæta súpur og sósur og hefur bragð af kryddaðri sítrónu. Ólíkt öðrum ferskum kryddjurtum þá þolir timian suðu vel. Timian er milt og ferskt á bragðið, sumir segja að það hafi skínandi bragð og sé mjög arómatísk. 

Timian er sérstaklega gott með lambakjöti og kjúklingi. Síðan er fallegt að skreyta matardiska með timian, en fagurlega skreyttur matardiskur eykur matarlystina og gerir matarupplifunina betri.

Timian er ljúffengt í súpur og gerir líka áferðina fallegri.
Timian er ljúffengt í súpur og gerir líka áferðina fallegri. Unsplash/Sunorwind
Hægt er að nota kryddjurtina í smjör. Unaðslega ljúffengt er …
Hægt er að nota kryddjurtina í smjör. Unaðslega ljúffengt er að útbúa þeytt kryddsmjör þar sem timian ber upp bragðið. Unsplash/Olivie Strauss
Ótrúlega góð kryddjurt til að krydda sætar kartöflur.
Ótrúlega góð kryddjurt til að krydda sætar kartöflur. Unsplash/Henry Perks
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert