Hefur þú heyrt um skothelt kaffi?

Skothelt kaffi er sérstakur kaffidrykkur sem er talinn geta aukið …
Skothelt kaffi er sérstakur kaffidrykkur sem er talinn geta aukið einbeitingu, bætt brennslu og jafnað blóðsykur. Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi þekkir það vel. Samsett mynd

Það er sérstakur kaffidrykkur sem er talinn geta aukið einbeitingu, bætt brennslu og jafnað blóðsykur. Á ensku er talað um „bullet-proof“. Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi ritað pistil á heimasíðu sinni Lifðu til fulls á dögunum um skothelda kaffi sem virðist greinilega hafa sín áhrif.

„Fitan hjálpar við að gefa manni seddutilfinningu og minnkar sykur- og nartþörf. Smjörið er einnig talið gefa kaffinu einstaklega rjómakennda áferð,“ segir Júlía og getur vel mælt með þessu kaffi.

Mct olían stendur fyrir „medium-chain triglycerides“ og er ákveðin tegund af kókosolíu. Hún er auðmeltanleg og talin veita hraða, varanlega orku og örva brennslu.

Júlía segir að mikilvægt sé að hver og einn helli upp á kaffi eins og honum þykir best. „Margir hafa hrósað því að setja kollagen duft í kaffi og því hef ég bætt því við upprunalegu uppskriftina. Kollagen er frábært fyrir meltingu, liði, hár og vöðva og getur hægt á öldrun húðar. Það gerir kaffið aðeins þykkara og getur einnig gefið því rjómakennd áferð, ef því er þeytt saman við kaffið eða mjólk. Kollagen inniheldur líka prótein sem veitta seddu, Feel Iceland kollagen duftið sem ég nota inniheldur 9.4 gr af próteini í einum skammti,“ segir Júlía.

Kollagen út í kaffið

„Byrjaðu á því að hella upp á kaffi sem þér þykir best. Svo næst er kaffi, mct olía, smjör og kollagen duft sett í blandara eins og vitamix og hrært saman. Margir hafa hrósað því að setja kollagen duft í kaffi og því hef ég bætt því við upprunalegu uppskriftina. Kollagen er frábært fyrir meltingu, liði, hár og vöðva og getur hægt á öldrun húðar. Það gerir kaffið aðeins þykkara og getur einnig gefið því rjómakennd áferð, ef því er þeytt saman við kaffið eða mjólk. Kollagen inniheldur líka prótein sem veitta seddu, Feel Iceland kollagen duftið sem ég nota inniheldur 9.4 gr af próteini í einum skammti.“

Júlía deilir hér uppskrift að skotheldu kaffi með kollagen sem vert er fyrir áhugasama að prófa.

Skothelt kollagen kaffi 

  • 1 bolli uppáhellt kaffi (15 g nýmalað kaffi & 230 ml. sjóðandi vatn eða 1 espresso)
  • 1 tsk. – 2 msk. MCT olía
  • 1-2 msk. ósaltað smjör eða ghee
  • 1 mæliskeið Feel Iceland kollagen (val)

 Aðferð:

  1. Hellið upp á kaffi.
  2. Bætið smjöri, olíu og kollagen dufti út í.
  3. Setjið í blandara og blandið í 20-30 sekúndur (passið að það gjósi ekki upp úr). Einnig er hægt að nota lítinn písk til að blanda saman. 
  4. Hellið í bolla og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert