Morales og Goldin koma frá París

Jonathan Morales og Sabrina Goldin eru gestakokkarnir sem munu ráða …
Jonathan Morales og Sabrina Goldin eru gestakokkarnir sem munu ráða ríkjum, taka yfir eldhúsið á veitingastaðnum OTO í tilefni Food & Fun hátíðarinnar. Ljósmynd/Carboni´s

Hin vinsæla mat­ar­hátíð Food & Fun er nú hald­in í 21. skiptið dag­ana 6.-10. mars og það verður mikið um dýrðir á veitingahúsunum sem taka þátt. Að þessu sinni eru það 18 veitingahús sem taka þátt.

Fjöldi er­lend­ra gesta­kokk­a koma á veitingahúsin og má segja að þeir taki yfir eldhúsin í samráði við eigendur að sjálfsögðu og kynn­ast ís­lenska hrá­efn­inu sem á, án efa eftir að  heill­a það upp úr skónum. Jonathan Morales og Sabrina Goldin eru gestakokkarnir sem munu ráða ríkjum, taka yfir eldhúsið á veitingastaðnum OTO við Hverfisgötu en þau er frábært teymi sem eru búin að gera frábæra hluti á veitingastaðnum Carboni´s í París, sem ein heitasta borginni þegar kemur að matargerð.

Séð inn á staðinn þeirra í Parísarborg.
Séð inn á staðinn þeirra í Parísarborg. Ljósmynd/Carboni´s

Morales er yfirkokkurinn á veitingastaðnum Carboni´s í París. Hann hóf feril sinn sem Chef de Partie, en fljótlega var farið að taka eftir hæfileikum hans og sköpunargleði og hann vann sig fljótt upp þar til hann tók við stöðu aðstoðarkokks á veitingastaðnum Cantina í París, áður en hann færði sig yfir í stöðu yfirkokks á Carboni’s.

Fallegt nafn í anda staðarins.
Fallegt nafn í anda staðarins. Ljósmynd/Carboni´s

Blandar saman hefðbundinni matargerð við nútímalega

Sem yfirkokkur á staðnum hefur Jonathan verið lykilaðili í að móta upplifunina á Carboni´s með því að koma á framfæri hans einstöku aðferðum við að blanda saman hefðbundinni matargerð við nútímalega. Undir hans leiðsögn hefur Carboni´s haldið áfram að þróast í hinar ýmsu áttir, og nýverið breytti staðurinn um gír og færði sig yfir í ítalska matargerð undir heitinu Carboni’s. Árangur Carboni´s og Morales hefur haldist vel í hendur og á stuttum tíma hefur Morales náð að skapa sér nafn sem einn af mest spennandi kokkum Parísarborgar.

Sabrina Goldin heilinn bak við útlit staðarins

Með Morales, eins og áður sagði, kemur Goldin, en hún er eigandi og heilinn á bak við útlit veitingastaðarins þeirra í París og upplifun gesta. Á meðan Morales leikur listir sínar í eldhúsinu má finna Goldin í salnum að halda partíinu gangandi og tryggja það að allir njóti til hins ýtrasta. Það er ótrúlega skemmtilega saga bak við það að Goldin fór í veitingageirann.

„Goldin kom til Parísar frá Argentínu árið 2014 með gráðu í iðnhönnun og áætlanir um að koma handtöskunum vörumerkinu sínu á framfæri. Hún hafði alltaf haft mikla ástríðu fyrir mat en þó enga reynslu úr veitingabransanum þegar hún kynnist Stéphane, sem hafði alist upp á veitingastað ömmu sinnar á Fílabeinsströndinni. Saman settu þau á laggirnar veitingastaðinn „Asado Club“, þar sem hugmyndin var að koma argentínskum götumat á kortið í Frakklandi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að Asado Club kom fyrst fram á sjónarsviðið. Þeirra næsta verkefni var veitingastaðurinn Carbón í Le Marais hverfi Parísar og fóru í gegnum miklar breytingar og aðlagarnir í gegnum mismunandi lokanir og covid tengd samkomutakmörk. Á þeim tíma opnuðu þau staðinn Cantina sem var skammlífur en fylgt eftir af grænmetis veitingastaðnum Mesa á Hoy Yoga hótelinu. Í stuttu máli má segja að Goldin og Stéphane gefist aldrei upp og einbeita sér þessa stundina að nýjasta veitingastað sínum Carboni’s sem rennur beint undan rifjum staðarins Cantina,“ segir Sigurður Laufdal einn eiganda og stofnanda veitingastaðarins OTO.

Sýnishorn af því sem í boðið er á staðnum þeirra …
Sýnishorn af því sem í boðið er á staðnum þeirra úti. Ljósmynd/Carboni´s
Ljósmynd/Carboni´s
Ljósmynd/Carboni´s
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert