Óskar er búinn að draga fram Argentínu-steikargrillið fyrir Cook

Finnsson Bistro teymið tilbúið í slaginn með Tom Cook, Bjarki …
Finnsson Bistro teymið tilbúið í slaginn með Tom Cook, Bjarki Björnsson, Klara Óskarsdóttir, Óskar Finnsson, Tom Cook, Reynir Guðjónsson og Hammadi.b Hamadi. mbl.is/Kristinn Magnússon

lmurinn er svo lokkandi á Finnsson Bistro þessa dagana og minnir óneitanlega á ilminn frá Argentínu steikhúsi sem lá í loftinu á Barónsstíg í forðum. Það er ekki skrýtið að þessi ilmur, sem er algjör nostalgía, streymi frá Finnsson Bistro núna þar sem gestakokkurinn, Tom Cook, er í eldhúsinu, er að steikja hágæða steikur á gamla góða Argentínusteikargrillinu ásamt Finnsson teyminu. Í tilefni matarhátíðarinnar er Cook gestakokkur á Finnsson og matseðilinn er sérhannaður fyrir matgæðinga sem elska góðar og safaríkar steikur. Hér eru á ferðinni sérvaldar steikur sem steikarunnendur munum hreinlega slefa yfir ef svo má að orði komast.

Tom Cook sérhæfir sig í framúrskarandi matreiðslu á úrvals steikum …
Tom Cook sérhæfir sig í framúrskarandi matreiðslu á úrvals steikum og hér er sýnishorn af því sem koma skal. Ribeye steikinn frá U.S.A. íslenska Ribeye steikin og sú spænska. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tileinkaði sér rólegan leiðtogastíl

Vegferð Cook hófst undir leiðslu hins virta matreiðslumanns Gary Rhodes, sem leiddi fljótlega af sér Michelin stjörnu á veitingastaðnum City Rhodes. Hann fínstillti síðan hæfileika sína hjá Le Gavroche og The Capital Hotel, þar sem hann tileinkaði sér rólegan leiðtogastíl Michel Roux Jr. Leið hans lá í kjölfarið til Parísar þar sem hann bætti sérstaklega við þekkingu sína í eftirréttum. Eftir París hélt Cook til Sydney þar sem hann tók stöðu „sous chef“ á veitingastaðnum Pier.

Heillar með framúrskarandi matreiðslu á steikum

Þegar Cook sneri aftur til London, tók hann við keflinu á veitingastaðnum Tom Aikens og síðar Le Pont de la Tour, þar sem hann setti á fót einstaklega vinsæl matreiðslunámskeið. Sem yfirkokkur á Skylon, og nú síðast Smith & Wollensky, heldur Cook áfram að heilla með framúrskarandi matreiðslu á úrvals steikum og áherslu á frábæra þjónustu.

Food & Fun matseðillinn á Finnsson lítur svona út:

  • Wagyu carpaccio með seljurótar-wasabikremi, klettasalati og parmesanosti.
  • Túnfisk tartar bornir fram með avókadó, radísum, ponzu, hvítlauksmajó og lótusrótar-flögum.
  • 250 g ribeye steik frá Íslandi, borin fram með rósmarín smælki, Wollensky-salati, pipar- eða bernaisesósu.
  • S´More Fondue, amerískur súkkulaðiunaður með sykurpúða, jarðarberjum og sérbökuðu kexi.
  • Síðan fyrir þá sem vilja meira  og meira er hægt að fá Creekstone 350 g, Black Angus Ribeye frá U.S.A og/eða Miguel Vergara 350 g, Ribeye frá Spáni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert